Back to All Events

SOLO - flute

  • Listasafnið á Akureyri Kaupvangsstræti 8-12 Akureyri Iceland (map)

SÓLÓ - flauta

Petrea Óskarsdóttiri, pikkoló, þverflauta og altflauta

~ Prógram ~

                                       

Bára Grímsdóttir (1960) Andvari I  frumflutningur*

fyrir flautu, altflautu og pikkoló

Sunna Friðjónsdóttir ( 1994) Through the Haze

fyrir flautu

Jack Ibert (1890-1962) Piece

fyrir flautu

Kolbeinn Bjarnason (1958) Litbrigði fyrir pikkolóflautu frumflutningur*

*world premiere

Petrea Óskarsdóttir lauk burtfararprófi í flautuleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1989. Í framhaldinu lá leiðin til Frakklands þar sem hún stundaði framhaldsnám við Conservatoire National de Region í Versölum. Eftir að Petrea flutti aftur heim, haustið 1993, hefur hún verið virkur þátttakandi í tónlistarlífinu og kemur oft fram á tónleikum bæði sem einleikari og í ýmiskonar kammartónlist hérlendis sem erlendis. Hún er einn af þrem flautuleikurum Aulos Flute Ensemble, en þær hafa m.a. komið fram á Myrkum músíkdögum, Sumartónleikum í Skálholti, farið í tónleikaferð til Færeyja, Grænlands og Bandaríkjanna, auk þess að standa fyrir Windworks hátíðinni á suður- og norðurlandi undanfarin ár. Petrea er einnig fastur meðlimur í Íslenska flautukórnum og hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands frá því hún flutti til Akureyrar vorið 2002, lengst af sem leiðandi flautuleikari. Hún vinnur nú að útgáfu á geisladiski með tónlist fyrir einleiksflautur. Petrea hefur alið upp heila kynslóð flautuleikara eftir áratuga starf í mörgum af stærstu tónlistarskólum landsins. Hún kennir nú við Tónlistarskólann á Akureyri.

WindWorks í Norðri er styrkt af:

Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins, Akureyrabæ, Tónskáldasjóði Rúv og Stef´s, Listamannalaunum og Lista- og menningarsjóður Norðurþingi

Previous
Previous
2 August

DUO - trumpet and trombone

Next
Next
3 August

DUO - clarinet and live electronics