Back to All Events

DUO - clarinet and live electronics

  • Listasafnið á Akureyri Kaupvangsstræti 8-12 Akureyri Iceland (map)

DÚÓ

Flytjendar og höfundar: Helga Björg Jóhönnu Arnardóttir og Jesper Pedersen.

Umbreytt kontrabassaklarinett og rafhljóðum.

~ Prógram ~

Helga Björg Jóhönnu Arnardóttir og Jesper Pedersen Serendipitous Pathways    frumflutningur*                    

*world premiere

   

I verkinu “Serendipitous Pathways” eru Helga Björg Jóhönnu Arnardóttir og Jesper Pedersen að leiða áheyrendur í gegn um ómandi ferðalag þar sem þau rannsaka yfirtónaeiginleika kontrabassaklarínetts sem er undir stjórn bæði hljóðfæraleikarans og utanaðkomandi elektróníkur. Hljóðfærið er umbreytt með svokölluðu “talk box” sem sendir hljóð aftur inn í hljóðfærið og mynda þannig feedback-hringrás. Með því er hægt að framkalla dróna og “yfirtónadrauga” í gegn um kontrabassaklarinettið en á sama tíma er leikið á hljóðfærið á hefðbundnari hátt en með ófyrirsjáanlegri útkomu. 

Verkið er um hálftíma í lengd og er samið með styrk úr tónskáldasjóði RÚVs og STEFs.

~~~
Helga Björg Arnardóttir stundaði klarínettunám í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og í Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Ármanns Helgasonar og Sigurðar Ingva Snorrasonar.  Hún hélt svo til Hollands þar sem hún stundaði framhaldsnám við Hogeschool voor de Kunsten í Utrecht hjá Herman Braune.  Eftir framhaldsnámið lá leiðin heim og inn í íslenskt tónlistarlíf.  Helga Björg kemur reglulega fram með kammerhópnum Elektra ensemble, sem hún stofnaði ásamt fjórum öðrum stórglæsilegum tónlistarkonum og leikur einnig reglulega með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hún hefur einnig komið fram með hinum ýmsu kammerhópum, svo sem eins og Camerartica, Hnúkaþey og Caput auk þess að halda einleikstónleika. Undanfarin misseri hefur Helga stundað raftónlistarnám við Tónverið í Tónlistarskólanum í Kópavogi.

Jesper Pedersen er fjölhæfur tónlistarmaður og tónskáld og hefur um ára skeið verið virkur í íslensku tónlistarlífi, bæði sem tilrauna- og raftónskáld, flytjandi og tónlistarkennari. Hann er með mastersgráðu í raftónlist (en. Music Technology) frá Álaborgarháskóli og er aðjúnkt í nýmiðlatónsmíðar við Listaháskóla Íslands ásamt kennari í tónveri tónlistarskóli Kópavogs. Jesper vinnur með raftónlist, hljóðlist og spuni auk þess að skrifa fyrir akústísk hljóðfæri með óhefðbundni nótnaskrift. Verk hans eru oft abstrakt og fellur innan tónlistarstefnurnar ambient, noise, dróne og tilraunatónlist.Hann hefur unnið með S.L.Á.T.U.R. hópnum, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenska flautukórinn, Duo Harpverk, Elektra Ensemble, Ensemble Adapter, in^set trio, Ensemble U, Duo Scorpio, Goodiepal and Pals, Katie Buckley, Ingólfur Vilhjálmsson og fleiri. Verk hans hafa hljómað á hátíðir eins og: Tectonics Festival, Nordlichter Biennale, OpenDays, Rainy Days, Akusmata Polyphonic  Sonic 7.0, Cycle, Summartónar, Bárðardal Music Festival, West Philly Porch Fest, Geiger, Sláturtíð, Dark Music Days og Nordic Music Days. Jesper spilar á einingahljóðgervill (en modular synthesizer), tölvu, theremin o.fl. og vinnur oft með öðru tónlistarfólki. Hann er hluti af Resterne af Rigsfællesskabet (með Heðin Ziska (FO) Davidsen og Miké Thomsen GL)), Harp & Arp (með Katie Buckley), STORMKRÓKUR (með Páll Ivan frá Eiðum) og hefur margoft komið fram með S.L.Á.T.U.R. hópnum bæði hérlendis og erlendis. ~

WindWorks í Norðri er styrkt af:

Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins, Akureyrabæ, Tónskáldasjóði Rúv og Stef´s, Listamannalaunum og Lista- og menningarsjóður Norðurþingi

Previous
Previous
3 August

SOLO - flute

Next
Next
4 August

DUO - flute and trumpet