TRÍÓ - Chalumeaux
Ármann Helgason, klarínett Kjartan Óskarsson, klarínett Sigurður I. Snorrason, klarínett
Tónlist fyrir klarínettu hljóðfæri í 300 ár.
~ Prógram ~
Páll P. Pálsson (1928-2023)
Trio Trionfante (2002)
Christoph Graupner (1683-1760)
Svíta I, GWV 401
Joseph Haydn (1732-1806)
Adagio og allegro úr Divertimento Hob. XI:83
Johann Sebastian Bach (1685-1750)
Kóralforspil Wer nur den lieben Gott lässt walten
Wolfgang Amadeus Mozart (1756-1791)
Allegro þáttur úr Divertimento III KV.439b
Chalumeaux tríóið var stofnað á níunda áratug tuttugustu aldar af þeim Óskari Ingólfssyni, Kjartani Óskarssyni og Sigurði I. Snorrasyni. Eftir fráfall Óskars árið 2009 tók Ármann Helgason sæti hans í tríóinu. Chalumeaux-tríóið hefur haldið fjölmarga tónleika víða um land, bæði einir sér en einnig í félagsskap ýmisra söngvara, og gert hljóðritanir fyrir RÚV. Mörg tónskáld hafa samið verk fyrir tríóið m.a. Atli Heimir Sveinsson, Hilmar Jensson, Jónas Tómasson, Kjartan Ólafsson, Páll P Pálsson, Tryggvi M. Baldvinsson og Þorsteinn Hauksson.
Verkin á þessari efnisskrá spanna tæplega 300 ár af tónlist fyrir klarínettuhljóðfæri. Opnunarverkið Trio Triofante samdi Páll P. Pálsson fyrir okkur árið 2002, en hann hafði áður samið verkið Sex íhuglir söngvar við ljóð eftir Georg Trakl fyrir tríóið og sópranrödd. Svítan eftir Graupner var líklega samin árið 1738 og er önnur tveggja sem tónskáldið samdi fyrir þrjú Chalumeaux á fyrsta hluta 18. aldar. Verkið sem er í sex stuttum þáttum er hér flutt í umritun fyrir Es-klarínettu, B-klarínettu og Bassetthorn. Joseph Haydn samdi fjöldan allan af verkum fyrir Bariton, Víólu og Selló sem sjaldan eða aldrei heyrast nú á dögum. Við flytjum tvo þætti úr einu þessara verka í umritun fyrir B-Klarínettu Bassetthorn og Bassaklarínettu. Breska tónskáldið og klarínettuleikarinn Harrison Birtwistle (1934-2022) útsetti fimm kóralforspil eftir Johann Sebastian Bach. Þrjú þeirra fyrir sópranrödd og klarínettu tríó og tvö fyrir A-klarínettu, Bassetthorn og Bassaklarínettu. Við flytjum annað þeirra „Wer nur den lieben Gott lässt walten“ Tónleikunum lýkur svo á Allegro þætti úr Divertimento III KV 439b eftir Mozart fyrir þrjú Bassetthorn, en Mozart samdi fjögur Divertimenti fyrir þessa hljóðfæraskipan.