Back to All Events

DUO - clarinet and bassoon

  • Safnasafnið Svalbarðsströnd 600 Akureyri iceland (map)

DÚÓ

Einar Jóhannesson, klarínett og Páll Barna Szabó, fagott

Beethoven og Bítlarnir

~ Prógram ~

Þeir félagar Einar og Páll leika þrjá dúetta op. 27 fyrir klarínett og fagott eftir Ludwig van Beethoven.
Inn á milli lauma þeir fallegum lögum eftir Bítlana.

Einar Jóhannesson var um árabil sóló klarínettuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og félagi í Blásarakvintett Reykjavíkur. Hann lærði í Tónlistarskólanum í Reykjavík og The Royal College of Music í London. Hann hefur komið fram sem einleiks- og kammerspilari víða um lönd og gerir enn. Einar hefur kennt kammermúsík og klarínettuleik í Listaháskóla Íslands í rúma tvo áratugi.

Páll Barna Szabó er fæddur og uppalinn í Ungverjalandi þar sem hann lærði á píanó og fagott og lauk mastersnámi í fagottleik árið 1995 við Franz Liszt Tónlistarakademíuna í Búdapest. Hann flutti til Íslands fljótlega eftir það og fór að kenna og stjórna kórum í Skagafirði auk þess að leika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hann starfar nú sem tónlistarkennari og organisti á Dalvík. Páll  fæst einnig við tónsmíðar.

WindWorks í Norðri er styrkt af:

Uppbyggingarsjóði SSNE, Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins, Norðurþingi, Akureyrabæ, Menningarsjóði FÍH, Samfélagsstyrks Norðurorku, Tónskáldasjóði Rúv og Stef´s, Listamannalaunum og Istituto Italiano di Cultura í Oslo.

Previous
Previous
9 August

DUO - flute and trombone

Next
Next
11 August

DUO - flute and trombone